sunnudagur, ágúst 13, 2006

Endurskoðun

Niðurstaða fengin: Það eru bara endar sem blogga á sumrin. Og þar sem ég er afar töff þá dreg ég til baka öll loforð um aukna tíðni bloggfærslna og blóm í haga, þar til að hausti.
Ég er hrædd um að ég hafi skotið mig laglega í fótinn með því að tilkynna þetta, svona að sumarlagi.

Nýlenduvarningur:
Fjölært rýgresi og illa bruggaður tröllamjöður frá árinu 1997 til á lager. Hafið samband.