þriðjudagur, október 24, 2006

Þegar öllu er á botninn hvolft..... eða svoleiðis

Mér finnst þetta fyndið:

http://kiddik.bloggar.is/blogg/103094/

og þetta pínulítið líka:

http://kiddik.bloggar.is/blogg/103101/

Já, segir bara allt sem segja þarf. Hvað get ég sagt, ég er einföld sál.

Annars veit ég ekkert hver þessi Kiddi er.

sunnudagur, október 22, 2006

Óslípað þingmannsefni held ég bara

Hvort viljiði að ég tali um hvalveiðar eða hleranir og óprúttna aðila? Nei bara spyr. Ég gæti reyndar líka verið töff og fengið mér diesel gallabuxur á 30.000 kr. og kvartað svo undan háu matvælaverði. Ég gæti talað um íslenskt vatn í föstu og fljótandi formi. En ég ætla ekki að gera neitt af þessu.

Það er nefnilega annað stærra vandamál sem ég er að bograst með, sem er öllu krónískara en ofangreindar dægurflugur (utan kannski íslenska vatnið). Þetta eru tvö orð. Erindreki og hungursneyð. Ég les þau vitlaust. Erin-dreki og hungur-sneyð. Þrátt fyrir að hafa verið meðvituð um þessa vitleysu mína í fjöldamörg ár, þá virðist ég ekki geta hrist þetta af mér. Ég held það sé vegna þess að vitleysuna tileinkaði ég mér of snemma, og hún leiðréttist ekki fyrr en of seint. Að sjálfsögðu eru dreki og sneið miklu eðlilegri orð fyrir barni heldur en -reki og neyð. Sömu ástæðu tel ég vera fyrir því að ég er léleg í stærðfræði: ég fékk ekki góða stærðfræðikennslu nógu snemma. Sjáiði til, það var sko notaður ómögulegur stærðfræðikennari þar til u.þ.b. 8. bekk var náð. Þá þurfti að skipta því hann skildi stærðfræðina líklega ekki lengur. Sá sem fylgdi í kjölfarið var andfúll. Það ýtti ekki undir áhugann á því að fá aðstoð við reiknidæmin.

Ég ætlaði reyndar ekkert að tala um þetta heldur. Ég er viss um að þingmennirnir ætla oft ekkert að tala um það sem þeir enda svo á því að þvaðra um svo dögum skiptir. Og eins og þeim hefur mér tekist að klína sökinni á allt annað en sjálfa mig. Ég er töff.

Eru skáldin ský í buxum?

fimmtudagur, október 12, 2006

Nokkrar nýjar, fyrir mömmu/ömmu gömlu ;)

Fyrst hérna ein afmælismynd af Tönju Kristínu... það fór eitthvað illa fyrir Aðalheiði þarna reyndar :s


Og svo ein síðan á öskudaginn, daman er ekki mikið fyrir að leyfa myndatökur, full snemmt fyrir slíkar kreddur þykir mér reyndar.

Hér er maður að bonda við pabba sinn. Þetta er semsagt ný mynd af óskírðum, ekki ævaforn mynd af Tönju. :)

Afsakið flassleysið hér, en augun voru ekki alveg að samþykkja það.

Hér erum við Ívar að plotta framtíðina, pabbar okkar eru þegar farnir að rífast um hver á að fara fyrstu ferðina að sækja okkur á löggustöðina eftir 15 ár. ;) Niiii, við verðum algjör ljós!

Og hér erum við BabyBorn, hún var ekki alveg jafn skemmtileg og Ívar.

Nú, vonandi dugar þetta í bili. Ég var að sjálfsögðu heila eilífð að "loada" þessu inn á turtletengingunni minni hérna, og tel mig eiga skilin þolinmæðiverðlaun Nóbels fyrir það. Mamma, þú græjar eitthvað svoleiðis. Geri ráð fyrir að búa til aðra síðu fyrir myndir í nánustu framtíð, einhverja hentugri en þessa. Ætli hún verði ekki áfram lögð undir tilgangslaust blaður.

Ég kveð í bili, eins og blóm í eggi með sól í hjarta!

Början.

þriðjudagur, október 10, 2006

Strumpur mættur!

Lítill strákur fæddist þann 27. september síðastliðinn, 16 merkur og 52 cm.


Allt gekk vel og við höfum það öll voða gott. Svo gott að ég hef ekkert nennt að fara hérna inná til að tilkynna þetta fyrr en núna :) Enda ættu flestir sem lesa þetta að hafa fengið fréttirnar eftir hefðbundnari leiðum, svosem eins og gegnum síma eða talstöð.



Við látum vera að birta myndir af mér að svo stöddu :D