föstudagur, febrúar 23, 2007

Pirrrr

Ég fékk þá snilldar hugmynd að lagfæra og bæta við linkum á þessa aumu bloggsíðu. Aldrei datt mér í hug að það yrði örlagarík ákvörðun. Það er nefnilega svo, að þegar maður fer að laga eitt þá vill maður endilega laga eitthvað meira. Svo mér fannst tilvalið að BREYTA UM ÚTLIT!! Ég meina, hvað getur verið skemmtilegra en það? Svona næstum eins og að fá sér nýja eldhúsinnréttingu, bara ódýrara. Sæl og glöð lít ég yfir afrakstur erfiðis míns, stolt af útkomunni, en sé þá mér til skelfingar að allir linkarnir mínir hurfu. Ánægja mín úldnaði á augabragði. Ég hef reynt að bæta úr þessu, og étið óhemju af súkkulaði með því, en það eru nokkur atriði sem ég er enn afar ósátt við. Setjum þau fram í liðum:

a) Ég er afar ósátt við punktana framan við nöfnin.
b) Ég er ósátt við leturgerðina á linkunum og fyrirsögn linkanna.
c) Mér tekst ekki að gera bil milli links og "recent posts", né bil á nokkrum öðrum stöðum.
d) Mér tekst ekki að breyta leturgerðinni.
e) Ég er örugglega að gleyma einhverjum linkum, ábendingar vel þegnar.
f-ö) Böns af öðru pirri.

Ef þið hafið einhverja lausn á einhverju þessara vandamála þá megiði endilega deila. Ef þið þekkið mig eitthvað þá megiði vita að ég tek ekki til athugunar að "skipta bara aftur um lúkk kommon!", enda er það uppgjöf en ekki lausn. Over my dead body! Frekar nöldra ég útaf þessu fram í rauðan dauðann. Svo í gang með heilana people! Nöguð bílmotta í verðlaun. Vinningshafi getur sótt hana í rústbrúnan Daewoo Matiz sem staðsettur er í Breiðholtinu.

Nú, að öðru. Ég var að hlaða nýjum myndum inná barnaland og setti líka þar inn smá blogg í vefdagbók. Ég er búin að læsa inná albúm og dagbókina, en endilega sendið mér póst á birnalitla@hotmail.com ef þið viljið aðganginn. :) Mamma, ég fer í fýlu ef þú sendir ekki póst. Eða hringir.

Jæja skiturnar ykkar,ég ætla að leggjast uppí rúm og grenja yfir óförum mínum. Mér til málsbóta þá er þetta þriðja tilraun til að skrifa þessa færslu.

Kremjur.

föstudagur, febrúar 16, 2007

Mottu stolið!

Auglýst er eftir mottu sem stolið var af hlaði Rifkelsstaða 1, Eyjafjarðarsveit, meðan kvöldmjaltir stóðu yfir sunnudaginn 28. janúar síðastliðinn. Mottan er klassísk gólfmotta úr bíl, handunnin úr gúmmíefni með íþrykktu köflóttu mynstri. Hún er talin framleidd um miðjan 8. áratuginn, líklegast erlendis, upphaflega svört að lit en hefur upplitast að einhverju marki. Örlítið nöguð hægra megin, sjálfsagt af hundi. Ekki er ólíklegt að á henni finnist arða af hrossaskít. Að öðru leyti lítur mottan vel út, óslitin og vel hæf til brúks. Síðast sást til mottunnar á bílgólfi Daewoo Matiz, rústbrúnum, árgerð 2001. Þeir sem kunna að hafa orðið mottunnar varir, eða geta gefið upplýsingar um ferðir hennar, eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við undirritaða eða Lögregluna á Akureyri. Atvikið er litið alvarlegum augum og verður kært til lögreglu hafi mottan ekki skilað sér innan þriggja daga. Þeir óprúttnu aðilar sem eiga sök á verknaðinum eiga kost á að skila mottunni nafnlaust á hlaðið fyrir dögun mánudaginn 19. febrúar. Að þeim fresti liðnum verður gripið til fyrrnefndra ráðstafana.

Mottan hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir eiganda og er hennar sárt saknað. Því höfða ég til samvisku og góðvildar þess er hefur hana undir höndum; ég skora á þig, þjófur, að láta gott af þér leiða og skila mottunni.

Engin efnisleg fundarlaun í boði, enda verður mottan ekki metin til fjár.

Góðfúslega,
Eigandi.

Óóóó mig auma! (In retrospect)

Eru virkilega engin takmörk fyrir því hvurslags óhroða er hægt að bjóða manni til aflestrar í námi?

Ég skal gefa dæmi:

"The punishment deserved depends on the magnitude H of the wrongness of the act, and the person's degree of responsibility r for the act, and is equal in magnitude toe their product, r x H. The degree of responsibility r varies between one (full responsibility) and zero (no responsibility), and may take intermediate numerical values corresponding to partial responsibility. Thus, the punishment deserved is equal to H when the person is fully responsible for the act, when r equals one, and he deserves no punishment when his degree of responsibility is zero; otherwise H is discounted by (because multiplied by) the person's intermediate degree of responsibility."

Hvenær hættuð þið að lesa? Wait! There's more!!!

"Conversely it does not in the least follow from the admission of the latter principle of retribution in Distribution that the General Justifying Aim of punishment is Retribution though of course (Ó JÁ, OF COURSE!) Retribution in General Aim entails retribution in Distribution."

Segið mér, hvaða tvö orð bergmála í heilagrautum ykkar núna?

Og jú, eftirfarandi er efninu mjöög viðkomandi:

"Even in humans, when it is remembered that sensation during coitus depends upon the degree of irritation between the penis and the vagina, the relation between pain and pleasure during the coital act will be apparent." "The friction between the vagina and the GLANS (reðurhúfa, kóngur, snípshúfa) penis which in one man is sufficient to cause ejaculation, in another will have little or no pleasurable effect, while in yet another instance it may cause soreness, with resultant inflammation."

Eins óspennandi kyn(lífs)fræðslu hef ég sjaldan orðið fyrir.

Ég læt milli hluta liggja að birta viðbjóðslega aftökulýsingu frá ca. 1700 sem nauðsynlegt var að klína inní lesefnið. Hún olli mér ógleði og almennri vanlíðan. Hið óþjálfaða auga gæti giskað á að viðfangsefnið væri stærðfræði eða Tantraboðskapur einhvers konar, en eins og glöggir lesendur hljóta að sjá þá fjallar þetta að sjálfsögðu um refsingar; réttlætingu þeirra og tilvist. Svei mér þá ef þetta opnaði ekki augu mín algjörlega. Svona rétt áður en ég plokkaði þau úr mér, en það gerði ég einmitt rétt áður en ég hjó af mér hendurnar a la Irak. Nei djók.

Góðar stundir.

föstudagur, febrúar 02, 2007