föstudagur, febrúar 16, 2007

Óóóó mig auma! (In retrospect)

Eru virkilega engin takmörk fyrir því hvurslags óhroða er hægt að bjóða manni til aflestrar í námi?

Ég skal gefa dæmi:

"The punishment deserved depends on the magnitude H of the wrongness of the act, and the person's degree of responsibility r for the act, and is equal in magnitude toe their product, r x H. The degree of responsibility r varies between one (full responsibility) and zero (no responsibility), and may take intermediate numerical values corresponding to partial responsibility. Thus, the punishment deserved is equal to H when the person is fully responsible for the act, when r equals one, and he deserves no punishment when his degree of responsibility is zero; otherwise H is discounted by (because multiplied by) the person's intermediate degree of responsibility."

Hvenær hættuð þið að lesa? Wait! There's more!!!

"Conversely it does not in the least follow from the admission of the latter principle of retribution in Distribution that the General Justifying Aim of punishment is Retribution though of course (Ó JÁ, OF COURSE!) Retribution in General Aim entails retribution in Distribution."

Segið mér, hvaða tvö orð bergmála í heilagrautum ykkar núna?

Og jú, eftirfarandi er efninu mjöög viðkomandi:

"Even in humans, when it is remembered that sensation during coitus depends upon the degree of irritation between the penis and the vagina, the relation between pain and pleasure during the coital act will be apparent." "The friction between the vagina and the GLANS (reðurhúfa, kóngur, snípshúfa) penis which in one man is sufficient to cause ejaculation, in another will have little or no pleasurable effect, while in yet another instance it may cause soreness, with resultant inflammation."

Eins óspennandi kyn(lífs)fræðslu hef ég sjaldan orðið fyrir.

Ég læt milli hluta liggja að birta viðbjóðslega aftökulýsingu frá ca. 1700 sem nauðsynlegt var að klína inní lesefnið. Hún olli mér ógleði og almennri vanlíðan. Hið óþjálfaða auga gæti giskað á að viðfangsefnið væri stærðfræði eða Tantraboðskapur einhvers konar, en eins og glöggir lesendur hljóta að sjá þá fjallar þetta að sjálfsögðu um refsingar; réttlætingu þeirra og tilvist. Svei mér þá ef þetta opnaði ekki augu mín algjörlega. Svona rétt áður en ég plokkaði þau úr mér, en það gerði ég einmitt rétt áður en ég hjó af mér hendurnar a la Irak. Nei djók.

Góðar stundir.

3 ummæli:

Dagný Rut sagði...

Topplýsing á toppáfanga. Og við skulum ekki gleyma topplesefni!!

Var ég annars búin að segja þér hvað mér finnst þú fyndin?

Nafnlaus sagði...

hahahaha mikið er ég ánægð að geta lesið þetta en þurfa samt ekki að lesa alla bókina. Ég er enn í f´ri með bjór í annarri og guð má vita hvað er í hinni hendinni...

Nafnlaus sagði...

Sjá þetta, fröken síðasti ræðumaður. Þú getur ekki einu sinni skrifað fyllibyttan þín. Og f.y.i. þá var þetta ekki bók, heldur vel valdar greinar sem hinn ágæti kennari Giorgio Baruchello tók saman, okkur til ómældrar ánægju. Allir höfundar áttu sinn þátt í að gera þetta ólesandi helvíti. Ég skal lána þér ljósrit við tækifæri, bjórlausri.