þriðjudagur, október 10, 2006

Strumpur mættur!

Lítill strákur fæddist þann 27. september síðastliðinn, 16 merkur og 52 cm.


Allt gekk vel og við höfum það öll voða gott. Svo gott að ég hef ekkert nennt að fara hérna inná til að tilkynna þetta fyrr en núna :) Enda ættu flestir sem lesa þetta að hafa fengið fréttirnar eftir hefðbundnari leiðum, svosem eins og gegnum síma eða talstöð.



Við látum vera að birta myndir af mér að svo stöddu :D

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég vildi nú gjarnan fara að sjá nýrri myndir.....ha?
bless bless amma gamla

Nafnlaus sagði...

ÚHHHHH hvað hann Hildus Dagnýr er sætur!! Hlakka nú til að sjá þig í tíma Birna mín :)
-hildur sólveig

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú átt fallega fjöldskyldu!!! Núna verð ég að fara að sjá ykkur.... Ástarkveðja úr Dalhúsunum;)

Nafnlaus sagði...

Jii hvað hann er mikil rúsína. Manni langar alveg nett að fá að klípa hann. Mannalegur og flottur. Reyndar finnst mér ég eiga smá tilkall til hans þar sem ég var búin að leggja inn pöntun fyrir dágóðum tíma síðan. Hvað segir þú um það? Ég get náð í hann að ári liðnu....kiss kiss og knús frá Kína.

Nafnlaus sagði...

Nú, við þessu er svarið einfalt. Við þökkum yður fyrir að leggja inn pöntun hjá SinBir Baby Production Inc. Pantanir verða afgreiddar í þeirri röð sem þær berast. Meðan þér bíðið viljum við minna á að skv. reglugerð 155E (sjá fremst í vörulista) fást pantanir eingöngu afgreiddar innan tveggja vikna frá framleiðsludegi, að þeim tíma liðnum verða þær settar í einkaeigu SinBir BPInc. sökum tilfinningatengsla.

Nú, hafi þetta ekki svarað spurningunni, þá liggur pöntun þín enn fyrir óafgreidd. P.s. svo pantaðirðu stelpu, sé minnið ekki að gabba mig. Það má ekkert breyta núna!

Og svo hafði ég alltof mikið fyrir þessu.... :D

Iss, þú færð hann bara að láni anytime að ári liðnu, líst þér ekki vel á það? ;)

Nafnlaus sagði...

Já ok ok! Ég legg því til að þú afgreiðir pöntun mín hið snarasta þar sem ég get tekið við vörunni í byrjun ágúst 2007. En ég er svosem líka alveg til í að fá þennan gullmola að láni svo framarlega sem þú verður búin að skipta á honum við afhendingu.

Nafnlaus sagði...

Já ok ok! Ég legg því til að þú afgreiðir pöntun mín hið snarasta þar sem ég get tekið við vörunni í byrjun ágúst 2007. En ég er svosem líka alveg til í að fá þennan gullmola að láni svo framarlega sem þú verður búin að skipta á honum við afhendingu.