Hvort viljiði að ég tali um hvalveiðar eða hleranir og óprúttna aðila? Nei bara spyr. Ég gæti reyndar líka verið töff og fengið mér diesel gallabuxur á 30.000 kr. og kvartað svo undan háu matvælaverði. Ég gæti talað um íslenskt vatn í föstu og fljótandi formi. En ég ætla ekki að gera neitt af þessu.
Það er nefnilega annað stærra vandamál sem ég er að bograst með, sem er öllu krónískara en ofangreindar dægurflugur (utan kannski íslenska vatnið). Þetta eru tvö orð. Erindreki og hungursneyð. Ég les þau vitlaust. Erin-dreki og hungur-sneyð. Þrátt fyrir að hafa verið meðvituð um þessa vitleysu mína í fjöldamörg ár, þá virðist ég ekki geta hrist þetta af mér. Ég held það sé vegna þess að vitleysuna tileinkaði ég mér of snemma, og hún leiðréttist ekki fyrr en of seint. Að sjálfsögðu eru dreki og sneið miklu eðlilegri orð fyrir barni heldur en -reki og neyð. Sömu ástæðu tel ég vera fyrir því að ég er léleg í stærðfræði: ég fékk ekki góða stærðfræðikennslu nógu snemma. Sjáiði til, það var sko notaður ómögulegur stærðfræðikennari þar til u.þ.b. 8. bekk var náð. Þá þurfti að skipta því hann skildi stærðfræðina líklega ekki lengur. Sá sem fylgdi í kjölfarið var andfúll. Það ýtti ekki undir áhugann á því að fá aðstoð við reiknidæmin.
Ég ætlaði reyndar ekkert að tala um þetta heldur. Ég er viss um að þingmennirnir ætla oft ekkert að tala um það sem þeir enda svo á því að þvaðra um svo dögum skiptir. Og eins og þeim hefur mér tekist að klína sökinni á allt annað en sjálfa mig. Ég er töff.
Eru skáldin ský í buxum?
sunnudagur, október 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæl Birna mín !Ég vissi ekki annað en að ég hefði skrifað á síðuna þína um daginn, en líklega er ég bara orðin endanlega vitlaus (finn það allavega ekki).En til hamingju með litla prinsinn mikið er hann fallegur og gaman að geta fylgst svona með afkomendunum, samstundis eða allt að því.Og Tanja svo lík mömmu sinni og það er svo stutt síðan mamman var svona litil, guð hvað timinn er fljotur að líða.Er ekki hægt að hægja aðeins á þessu? .Tek undir með Hallveigu frænku minni að þið eruð falleg fjölskylda.Skilaðu hmingjuóskum til pabbans og stóru systur.Gaman væri að fá heimilisfangið svo ég gæti sent þeim stutta smá glaðning.Gangi ykkur allt í haginn og njótiði tímans börnin eru svo fljót að stækka.Kveðja Ingunn frænka og Trausti stóri frændi.Ps, vona að ég sjái ykkur áður en mjög langt um líður.
Takk fyrir falleg orð og kveðjur elsku frænka. :) Já þau eru sko fljót að stækka, mér finnst Tanja hafa fæðst í gær en það eru víst 5 ár síðan. Næstum hálfnuð í fermingu... :s Og svo finnst mér ég enn vera 15-16 ára! Var 5 í fyrra ;)
Heimilisfangið góða er Rifkelsstaðir 1, 601 Akureyri. Þetta er samt ekkert alvöru sveit þar sem það er enginn brúsapallur, bara aumur póstkassi! ;) Já ég vona nú að við sjáumst áður en of langt um líður, ég þarf nú suður í nóv-des til að grúska í einhverjum bókasöfnum, vonandi maður sjái eitthvað af ykkur þá! Annars finnst mér alveg kominn tími á Mela-ættarmót, ætli ég hafi ekki verið svona 10 ára þegar það var haldið síðast. Ekki sammála?
Bestu kveðjur til ykkar,
Birna og fjölskylda.
Skrifa ummæli