... og ég var að uppgötva. Offitusjúklingar eru duglegasta fólk í heimi. Ég fer ekki ofan af því. Þvílíkt erfiði sem það hlýtur að vera að leysa hin einföldustu daglegu verkefni þegar maður er svona 50+ kg of þungur. Þessa ályktun dreg ég af því að þurfa að drattast um í eigin líkama þessa dagana. Ég segi fyrir mitt leyti; ég er einfaldlega of löt að eðlisfari til að nenna að verða offitusjúklingur!
Hér eru dæmi um það sem ég get ekki lengur:
-Klætt mig í skó með mannsæmandi hætti.
-Beygt mig eftir hlutum sem ég missi á gólfið í bílnum.
-Nagað táneglurnar.
-Staðið upp úr Lazy Boy án vandræða.
-Faðmað fólk.
Aftur hafa mér áskotnast örfáir nýir hæfileikar. Ég get:
-Kreist naflann og skoðað eftirstöðvar eigin naflastrengs.
-Leikið páskaegg.
-Leikið Bjössa bollu.
-Klofið atóm.
Hinir horfnu hæfileikar nýttust mér betur, sem athafnalitlum einfeldning. Unnið verður hörðum höndum að því að endurheimta þá hið fyrsta. Munið þessa speki lömbin mín, og látið ekki spikið hlaupa með ykkur í gönur. Á morgun hefst dagskrá með hugvekju.
Guð veri með ykkur.
fimmtudagur, september 21, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hey! Minns vissi ekki að þinns væri byrjaður að blogga... og ég sem er löngu hætt að nenna því :P
ja ef madur vill missa einhver aukakilo skellir madur ser til Kina. Tad er allt fint ad fretta hedan reyndar hef eg ekki sed einn flottan kk. Vid erum i 100 manna bekk og erum eina hvita folkid i bekknum. Lattu mig vita tegar undaneldid kemur i heiminn skvisi:)
Til lukku med drenginn. Hvernig gekk? :)
HAHAHAHAHAHAHHAHA æi litli athafna litli einfeldningurinn minn. En nú horfir þetta til betri vegar. Jafnvel að ég geti faðmað þig næst þegar ég sé þig...
Innilega til hamingju með prinsinn:O)
Elsku Birna.
Til hamingju með soninn. Ég setti svolítinn pakka í póst í dag, nr. tvö verður að fá eitthvað á kroppinn líka, tala ekki um þegar það er annað kyn en nr. 1.
Bestu kveðjur til ykkar allra.
Helga frænka
Ó þakka ykkur fyrir góðar kveðjur elsku konur. Fékk pakkann í dag Helga, takk ægilega vel fyrir, ég er hrædd um að þetta eigi eftir að koma sér heldur betur vel þegar litli grænlendingurinn minn verður aðeins stærri :) (búúhúú ég trúi ekki að hann eigi eftir að stækka)
Skrifa ummæli