sunnudagur, júní 04, 2006
Til sölu!
Til sölu er Haddur, árgerð '75. Eina eintakið á landinu. Haddur afhendist heilsufarsskoðaður, ormahreinsaður, bólusettur og tryggður. Án ættbókar. Lítillar feldhirðu er þörf. Tilvalinn fyrir útivistarfólk og matháka. Bíll, reiðhjól, sjókajak og matardallur fylgir. Aðeins framtíðarheimili kemur til greina. Uppsett verð kr. 50.000,- eða besta tilboð. Engin skipti. Áhugasamir geta leitað nánari upplýsinga með því að kommenta á færsluna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Jæja ættli það sé ekki best að ég kommenti bara sjálfur, svo það líti allavega út að einhver hafi áhuga. Annars ættlaði ég bara að láta þig vita af myspase.com/thedrunkdog svo þú getir horft á mig meðan ég verð í burtu.
Fylgir bíll? Hvernig bíll?
Ég vona að þú frestir uppboðinu á mér allavega fram yfir 30 ára afmælisdaginn. Ég hef þá svolítinn tíma í viðbót til þess að "redda mér".
Ég ætla ekki að bjóða... bara blikka smá ;)
Skrifa ummæli