sunnudagur, nóvember 19, 2006

Ertu hrædd við auga?

Enginn að fíla kiddann ha?

Ég og dóttir mín fórum í sniðugan leik í gærkvöldi áður en hún fór að sofa. Hún kenndi mér leikinn áður en við byrjuðum, og fólst hann í því að annar átti að spyrja hinn "Ertu hræddur við........?" og ef svo var átti "hinn" að blikka augum. Hófst svo leikurinn. Um ýmislegt var spurt; skrímsli, drauga, svín, naut, fugla, geitur, krókódíla o.s.frv. Svo spyr daman "Ertu hrædd við....... AUGA??" og hlær mikið. "Pffff auga?" spyr ég hneyksluð, "hver heldurðu að sé hræddur við auga?" Ég blikka að sjálfsögðu ekki augum, en við hlæjum örlítið að þessu báðar tvær.

Þegar hún var farin að hrjóta fór ég að hugsa. "Ertu hrædd við auga?" Áhugaverð spurning. Ég held bara að barnið hafi hitt naglann á höfuðið með þessari spurningu. Ég meina, hvaða líkamshluta eða líffæris er oftar vísað til en augnanna þegar á að höfða til ógnar og hræðslu? Hver kannast ekki við "Stingandi köld augu hans fengu hárin til að rísa...." og viðlíka lýsingar í rituðum frásögnum? Aldrei sér maður "Vegna bræði tútnaði fótur hans svo líkþornið gaf sig undan þrýstingi.." eða "Frostsprungið nefið sem beindist að mér nísti inn að beini". Eins er þegar fólk sér eitthvað "skerí" við aðra, þá hafa augun yfirleitt eitthvað með það að gera. "Æi, hann er bara eitthvað svo furðulegur til augnanna" er ofsalega vinsæll frasi. Hvers vegna ætli þetta sé? Hvernig ætli augun, umfram aðra líkamsparta, hafi unnið fyrir þeim heiðri að teljast gefa vísbendingu um innri mann? Endilega svarið gott fólk ;) Og segið mér, eruð þið hrædd við AUGA?

Þessi pistill var í boði "EvilEye" linsuvökva sem hreinsar, mýkir og lyftir augunum svo virðist undurblíð! Buy Now, and get a free "EvilEye" nightlight!!!!!

4 ummæli:

Þóra sagði...

Er það ekki alkunna að augun eru spegill sálarinnar? Annars sé ég voðalega sjaldan hvernig fólki líður á augunum á því. Dæmi það frekar eftir munnsvipnum og almennum líkamsburði. En ég gef hins vegar fólki stundum illt auga og þá í bókstaflegri merkingu, eða "the evil eye" eins og ég segi yfirleitt. Ónefnd kerling á Skagaströndinni fær t.d. alltaf "the evil eye" frá mér þegar ég hitti hana á förnum vegi. Það fær hún fyrir að vera eina manneskjan sem hefur slegið mig utan undir. Og ég eins og sumar aðrar, gleymi seint kinnhestum.
Og jú, jú, kiddinn er fyndinn.
Sakna ykkar,
Þóra systir og frænka

Dagný Rut sagði...

Já, augu eru afar merkileg. Ég get verið hrædd við augnaráðið eitt. Augun geta líka sagt til um það hvenær fólk lýgur og svona... svo það er kannski full ástæða að vera hrædd við auga!! Þú kannski reddar mér svo svona "EvilEye" vökva, það hefur oft verið haft á orði hvað ég er með bitchy augnaráð!

Nafnlaus sagði...

Eg aetladi bara ad segja ad eg var ad klara ad horfa a SAW 3 og maeli eindregid med henni.

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól sæta fjölskylda
Jólknús Dís

Ps. Á maður ekkert að fá að skoða myndirnar af börnunum eða hvað??