fimmtudagur, mars 15, 2007

Þetta er Jackson að kenna.

Ég vil byrja á að þakka stuðninginn kæru frænkur. Mér þykir vænt um ykkur. Þið hin megið vera úti. Nei djók. Plís ekki fara.

Í annan stað vil ég bara örstutt tæpa á hinum umdeilda Michael Jackson. Þetta er án efa það versta sem frægð hans og frami hefur leitt af sér. Svei mér þá. Séuð þið ekki sannfærð eftir fyrsta áhorf, horfið þá aftur. Frumgerðin var nógu slæm.

Ein tilraun var svo augljóslega ekki nóg. Þessi var líka gerð. Ég hef fyllst valkvíða.

Og þá er þörf á skoðanakönnun. Ég vísa í þá röð sem ég setti myndböndin fram í.



Til gamans:

Réttupphend sem hafa lent í þessu.

From Russia with love,
Melman.

6 ummæli:

Dagný Rut sagði...

Þessi myndbönd eru snilldarverk. Þetta fyrsta, sem ég einmitt kaus, fannst mér bera af. Ætla að horfa á þetta aftur.. og aftur... og aftur...

Og ég réttupphönd - been there!!

Nafnlaus sagði...

Hahaha já ég held þetta fyrsta beri sigur úr býtum. Annars finnst mér lagið sem slíkt og söngurinn í því þriðja alveg magnað. Og hápunktinum er náð á 2 mínútu og 20 sekúndu hvað myndbandið sjálft varðar. Flottur zombíe þar á ferð.

Hildur Sólveig sagði...

OH MY GOD!! Þetta er sorglegt... virkilega sorglegt... En núna þegar ég er búin að sjá þetta, sé ég að það er hægt fyrir fólk að endurgera Thriller og finnst mér að við laganemar á 3ja ári eigum að taka þetta myndband til fyrir myndar og gera okkar eigin!! Þú mátt leika Michael, ég skal leika stelpuna og Dagný er þessi ógeðslegi sem er þarna aftast! ERTU GAME?!?

Nafnlaus sagði...

Ég er í það minnsta klárlega sú eina sem er nógu hvít til að leika Michael. Þetta verður nútímaleg uppfærsla er það ekki?

Svo held ég nú, þó ég segi sjálf frá, að ég sé sú eina sem hefur danshæfileikana í Michael. Já Dagný og aðrir sem vilja geta leikið sombía.

Ég er game!

Dagný Rut sagði...

Oj ég ætla ekkert að leika eitthvað sombí!! Glætan. Annaðhvort aðalhlutverkið eða ekki neitt!

Nafnlaus sagði...

vildi bara láta vita að ég kommentaði á félaga mína þá M & M hér að neðan. Bestu kveðjur kæra frænka!