sunnudagur, júlí 22, 2007

Ég er hætt.

Sjálf kíki ég nánast aldrei á blogg þeirra sem sjaldan nenna að blogga. Sjálf nenni ég sjaldan að blogga. Því tel ég líklegt að sjaldan sé kíkt á bloggið mitt. Sjaldan. Þar sem þetta er forarpyttur sem nánast vonlaust er að koma sér úr, nema með því að tapa kúlinu og fara að biðja fólk um að skoða eða byrja að kommenta sjálfur, þá hef ég ákveðið að segja upp stöðu minni á þessari síðu. Auk þess nenni ég þessu ekki. Eða sjaldan. Staðan er því laus til umsóknar frá og með deginum í dag. Ég kveð með trega.

B.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Neeeiiii sauður.
Ég er alltaf að kíkja hérna inn. Þú skrifar svo skemmtilega. Var búin að gleyma hvað þú er sniðug í kjaftinum....
Ekki hætta að blogga Birnapigen.

Nafnlaus sagði...

Nei heyrðu hvaaað.. ég nenni sjaldnast að lesa nein önnur blogg.. Ekki láta mig þurfa að koma og sparka í gluteus maximusiinn á þér. En allavega takk kærlega fyrir seinast, verðum að endurtaka málið sem fyrst :) "Klapp" á línuna frá okkur öllum hér

Nafnlaus sagði...

Hver djö.... gengur fyrir þér.....
Elsku besta baun, ég vil að þú haldir áfram að bloggiddíblogga, því ég, Hallveig frænka þín, er mikill aðdáandi skrifa þinna. Í hvert skipti sem hún les þínar skemmtilegu lýsingar á hlutum, fyllist hjarta hennar stolti og gleði fyrir að eiga svona ótrúlega fyndna frænku:)Eigi ætlar hún að fara að grenja....en það er ekki langt í það:(


Go Birna elskan.