sunnudagur, október 21, 2007

Ráðning í stöðu.

Í kjölfar uppsagnar minnar hér á síðunni hófst mikil vinna við að ráða í hina auglýstu stöðu sem þá losnaði. Hef ég nú ráðið í starfið, eftir mikla ígrundun og erfitt val milli fjölmargra efnilegra umsækjenda. Nýr starfsmaður kýs að kalla sig XXX Xavier eða Xavier. Var honum nýverið sagt upp störfum á einhverjum virtasta fjölmiðli landsins. Ástæðuna segir hann sögusagnir um meint morð hans á frekar ljótri en sprelllifandi rottu.

XXX Xavier hefur störf nú þegar.

Gaman er frá því að segja að Xavier mun ganga tilfallandi erinda hér í nágrenni bæjarins auk pistlaskrifa. Er þar aðallega um að ræða umhverfisvæna meindýraeyðingu. Þá hefur hann einnig með höndum starf aðalráðgjafa borgarstjóra.

Ég býð Xavier velkominn til starfa. Þá þakka ég veittan áhuga á stöðunni, hlý orð og kveðjugjafir.

Góðar stundir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Velkomin til starfa, XXX Xavier, gaman að geta aftur kíkt á síðuna!
kv. gamla

Dagný Rut sagði...

Hahahhahahahaha þetta er eitt það ljótasta blogg sem ég hef séð :D En velkomin til starfa. Get ekki beðið eftir nýjum pistlum.