mánudagur, október 22, 2007

Xavier rekinn!

Xavier hefur ekkert mætt í vinnu síðan hann var ráðinn. Honum hefur verið sent uppsagnarbréf. Nafnið tók ég yfir, enda mun ég skrifa fyrir hans hönd um sinn. Nóg um það.

Það er aldrei heiðarlegt að sparka í liggjandi fólk. En standandi - jaaaá - sparkið að vild.

Ég lenti í áhugaverðum og heimspekilegum umræðum í dag. Topicið var "er fólk alltaf sammála?". Niðurstaðan var sú að við getum ekki vitað það. Þó fólk segist ekki vera sammála, þá gæti það samt verið sammála sjáiði. Hver veit. Kannski erum við öll sammála. Áhugavert. Sammála?

Venni Páer verður ekkert skemmtilegri í endursýningu.

Ég hlakka til jólanna. Kann vel við þau. Svo jólaleg. Jólaleg jól, jólaleg jól. Efni í frumlegt og jólalegt jólalag.

Takið einhvern daginn í að telja hve oft þið heyrið "já sæll", "já fínt" og "eigum við að ræða það eitthvað". Minnir mig á miltisbrandinn. Af hverju eru allir hættir að tala um hann?

Ég fékk ekki salmonellu þó ég hafi borðað hráan kjúkling. Heppin.

Queen eða Simply Red?

Það er víst sparnaður að vera með yfirdrátt hjá S24. Sparnaður er teygjanlegt hugtak.

Ég ætla að hætta áður en þetta verður leiðinlegra en skattalögin.

Kram og kossar.
X

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já ljótt er það! En engu að síður bara gott að fá aftur blogg frá þér, verð sko hérna tíður gestur :)
Smúts Dís

Nafnlaus sagði...

Ég er sammála þessum pistli. Nema þessu með jólin. Finnst þau eitthvað svo... æi veit ekki.

Queen.

EKKERT og þá meina ég EKKERT er leiðinlegra en skattalögin!

XXX Xavier sagði...

Orðið sammála hefur enga merkingu fyrir mér lengur. Það er búið að eyðileggja það.

En ég er sammála þessu með skattalögin. Held ég. Já. Og Queen.

X

Nafnlaus sagði...

Velkomin aftur...