fimmtudagur, mars 12, 2009

Uppbygging hafin

Ég held að hæfileiki minn til að blogga hafi farið að heiman þegar við yfirgáfum "loftið" í sumar og settumst að hérna uppfrá. Margt hefur gerst síðan. Komin full swing kreppa og allt. Kannski er hæfileikinn minn farinn úr landi. Reyndar ekkert voðalega margt fyndið í gangi, meira svona dauði og matarmiðar útum allt. Ég kemst ekki einu sinni gegnum Svínó lengur án þess að mæta hrúgu af heldri borgurum. En ég nenni ekki að tala um kreppu.

Nú. Þá vandast málið. Mér finnst reyndar alltaf svolítið fyndið að tala um Alvegsama O'samason. En ég á ekki von á því að öðrum finnist það fyndið. Ég man heldur ekki söguna um hann. Haddur man hana kannski.

Ég vona að þið hendið í mig beini hérna, Róm verður ekki (endur)byggð á einum degi. Ég gæti þurft smá tíma til að komast á skrið. Ég gæti líka klárað þetta strax, misþyrmt ykkur og svipt allri lífslöngun með því að setja hér inn glósur og tímaupptöku úr Aðfarargerðum. Kýs að gera það ekki að svo stöddu.

Ég get sagt ykkur að ég er hvorki meira né minna en barnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarnabarn Jóns Arasonar biskups, sem var hálshöggvinn í Skálholti í gamla daga. Elsku afi gamli. Fokk, á ég ekki bara að skipta yfir í kreppuna? Kreppan er alls staðar. Hún er þó hvergi eins djúp og innra með okkur. Djúp, djúp lægð sem enginn veðurfræðingur getur kortlagt. Við höfum áttað okkur á því að uppskriftin okkar virkaði ekki. Kakan féll, rétt áður en hún brann við. Hún myglaði líka. Hún er reyndar enn í ofninum, skilst það standi ekki til að taka hana þaðan. Skipið, þjóðarskútan, fleyið, sem við sigldum svo stolt, fékk á sig brot, ryðgaði, strandaði og sökk. Það er enn á hafsbotni, varið af hákörlum, hulið með þörungum. Þá er ekkert annað í boði, en að synda í land. Ég ákalla ykkur, ríkisstjórn:

http://www.youtube.com/watch?v=0WwlrN6YOY4&feature=related

Þarna má sjá þjóðarskútuna í ýmsum útgáfum. Vonandi tíma Jóhanna og Steini að viðhalda ljóstýru í vitanum. Er þér orðið flökurt? Ég skal hætta.

Hahahahahahhaha. Vörutorg hefur nú hafið sölu á unaðstækjum ástarlífsins. Hringið í Daníel Ben og pantið, strax í dag!

Ég ætla ekki að standa að frekari pyntingum að sinni.

Ísland - lán í óskilum.

2 ummæli:

Dagný Rut sagði...

Ég hlakka svo til þegar þú gefur út bók Birna. Hlakka eeeendalaust til.

XXX Xavier sagði...

Já þú segir það. Þess verður líklega ekki lengi að bíða, ekki fer maður að vinna er það?