föstudagur, júní 23, 2006

Nú er tækifærið!

Þrjú sjálfdauð landnámshænsni fást gefins gegn því að vera sótt. Mögulegir smitberar. Haddur getur fylgt.

Einnig uppsóp úr úreldingarsláturhúsi á Kópaskeri. Tilvalið á grillið! Fæst fyrir lítið.

Fyrstur kemur, fyrstur fær!

10 ummæli:

Hildur Sólveig sagði...

Þú ert stórmerkileg! hahahahahah! Ég vona að þú hafi það gott þarna í sveitini!

Nafnlaus sagði...

Vuhú. Ég er búin að bíða eftir svona tilboði síðan um páska!
Ég býð 150 krónur og 5 aura í sjálfdauðu landsnámshænsin.
Haddur má fylgja með í poka.
Værirðu til í að gelda hann?
MaggaStína.

Nafnlaus sagði...

Því miður er Haddur uppseldur, hann var seldur til sígunanas al Fur Sebastian í Rúmeníu fyrir slitinn strákúst og forláta blokflautu. Blessuð sé minning hans

Nafnlaus sagði...

Síðan hvenær taldist það til góðra siða að selja sig framhjá umboðsmanni sínum Haddur? Ég er stórlega móðguð og svikin. Ekki nóg með innilegan áhuga Möggu á því að taka þig að sér, geldan að vísu, heldur var ég við það að loka gríðarlega góðum díl um að senda þig til kynlífsþrælkunar við rætur Kákasusfjalla. Piff.

p.s. Magga, lífvana landnámshænsni eru farin að rotna ískyggilega á þvottasnúrunni minni. Vinsamlegast sækið.

Dagný Rut sagði...

Birna! Þar sem þú ert einn uppáhaldsbloggarinn minn finnst mér að þú ættir núna að setjast niður og hripa nokkur orð hérna inn. Í dag er mánaðar bloggleysis-afmæli og því tilvalið að halda upp á það með nokkrum vel völdum orðum. Ég býð spennt.

Nafnlaus sagði...

Býðurðu spennt hvert? Á Greifann? Ég er geim.

Er að hugleiða, allt í bígerð, nenni aldrei á netið heima með innhringitengingu frá 12. öld. En þeir hjá Skýrr þykjast ætla að fara að redda þessu öllu með nýaldar ADSL tengingu.

Niðurstaða: Þetta er alveg að koma. :)

Hildur Sólveig sagði...

Flott! Ég er einnig farin að bíða... nenni ekki að vinna... bara bloggast!

Dagný Rut sagði...

Býð bíð býð bíð... wtf! Enginn andskotans munur. Annars býð ég þér í heimsókn og láttu ekki bíða eftir þér.

Nafnlaus sagði...

öss maður, á ekkert að fara að bloga ??? ég er orðinn hundleiður á að þurfa að lesa lögbirtingablaðið á hverjum morgni. koma svo Birna, klapp klapp klapp og prump

Nafnlaus sagði...

svo þoli ég ekki þetta stafarugl sem kemur alltaf, næ einhvernveginn alltaf að klúðra því :-(