sunnudagur, ágúst 13, 2006

Endurskoðun

Niðurstaða fengin: Það eru bara endar sem blogga á sumrin. Og þar sem ég er afar töff þá dreg ég til baka öll loforð um aukna tíðni bloggfærslna og blóm í haga, þar til að hausti.
Ég er hrædd um að ég hafi skotið mig laglega í fótinn með því að tilkynna þetta, svona að sumarlagi.

Nýlenduvarningur:
Fjölært rýgresi og illa bruggaður tröllamjöður frá árinu 1997 til á lager. Hafið samband.

6 ummæli:

Þóra sagði...

Ekki enn sannfærð um rafmagnslínurnar, þrátt fyrir ágætis vísindaleg rök þín. Held við verðum að bíða og sjá þegar frystir í vetur. Mér finnst ég bara hafa séð lafandi línur og ekki getur það hafa verið í miklum hita því slíkt gerist ekki á Fróni.

Virðingarfyllst,
Þ.

Nafnlaus sagði...

HEYRÐU GÓÐA, ÉG VAR AÐ SENDA ÞÉR PÓST Í DAG UM ÞETTA - AF VÍSINDAVEF HÁSKÓLANS. EITTHVAÐ UM HVERNIG Á AÐ LOSA LOK AF KRUKKU. HITA KRUKKUNA, MÁLMUR ÞENST MEIRA ÚT EN GLER VIÐ HITA OG ÞVÍ LOSNAR UM LOKIÐ. LÍKA LEIÐBEININGAR UM HVERNIG Á AÐ LOSA SUNDUR GLÖS SEM ERU FÖST SAMAN, EITT OFAN Í ÖÐRU. ÞETTA ER ALVEG KLÁRT MÁL, KÍKTU Á HOTMAILIÐ ÞITT SVÍNIÐ ÞITT.

:D

Nafnlaus sagði...

Hér eru svo frekari upplýsingar um hitaþenslu, fyrir áhugasama. Afar áhugavert:

http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=1782

Þóra sagði...

HEYRÐU GÓÐA, EKKERT SVONA!! HINN UMRÆDDI PÓSTUR ER ÁSTÆÐA ÞESS AÐ ÉG LÆT SVO LÍTIÐ SEM AÐ COMMENTA HÉRNA. AUÐVITAÐ ER ÉG BÚIN AÐ LESA PÓSTINN MINN EN ÉG ER EKKI SANNFÆRÐ ÞRÁTT FYRIR ALLT OG HANA NÚ.

Þ.

Nafnlaus sagði...

Hitaþensla segið þið...
Alltaf gaman að eiga í málefnalegum orðaskiptum. Hrmmm *hóst*

MaggaStína

Hildur Sólveig sagði...

sumarið er búið... blogga aftur!! :D