föstudagur, febrúar 23, 2007

Pirrrr

Ég fékk þá snilldar hugmynd að lagfæra og bæta við linkum á þessa aumu bloggsíðu. Aldrei datt mér í hug að það yrði örlagarík ákvörðun. Það er nefnilega svo, að þegar maður fer að laga eitt þá vill maður endilega laga eitthvað meira. Svo mér fannst tilvalið að BREYTA UM ÚTLIT!! Ég meina, hvað getur verið skemmtilegra en það? Svona næstum eins og að fá sér nýja eldhúsinnréttingu, bara ódýrara. Sæl og glöð lít ég yfir afrakstur erfiðis míns, stolt af útkomunni, en sé þá mér til skelfingar að allir linkarnir mínir hurfu. Ánægja mín úldnaði á augabragði. Ég hef reynt að bæta úr þessu, og étið óhemju af súkkulaði með því, en það eru nokkur atriði sem ég er enn afar ósátt við. Setjum þau fram í liðum:

a) Ég er afar ósátt við punktana framan við nöfnin.
b) Ég er ósátt við leturgerðina á linkunum og fyrirsögn linkanna.
c) Mér tekst ekki að gera bil milli links og "recent posts", né bil á nokkrum öðrum stöðum.
d) Mér tekst ekki að breyta leturgerðinni.
e) Ég er örugglega að gleyma einhverjum linkum, ábendingar vel þegnar.
f-ö) Böns af öðru pirri.

Ef þið hafið einhverja lausn á einhverju þessara vandamála þá megiði endilega deila. Ef þið þekkið mig eitthvað þá megiði vita að ég tek ekki til athugunar að "skipta bara aftur um lúkk kommon!", enda er það uppgjöf en ekki lausn. Over my dead body! Frekar nöldra ég útaf þessu fram í rauðan dauðann. Svo í gang með heilana people! Nöguð bílmotta í verðlaun. Vinningshafi getur sótt hana í rústbrúnan Daewoo Matiz sem staðsettur er í Breiðholtinu.

Nú, að öðru. Ég var að hlaða nýjum myndum inná barnaland og setti líka þar inn smá blogg í vefdagbók. Ég er búin að læsa inná albúm og dagbókina, en endilega sendið mér póst á birnalitla@hotmail.com ef þið viljið aðganginn. :) Mamma, ég fer í fýlu ef þú sendir ekki póst. Eða hringir.

Jæja skiturnar ykkar,ég ætla að leggjast uppí rúm og grenja yfir óförum mínum. Mér til málsbóta þá er þetta þriðja tilraun til að skrifa þessa færslu.

Kremjur.

4 ummæli:

Dagný Rut sagði...

Aldrei þessu vant stend ég á gati. Ég lenti ekki í þessu þegar ég skipti um útlit (þér þykja það eflaust góðar fréttir). Ég er þó alltaf að bæta mig i Java skriptinu og ætti að vera orðin svona mellufær eftir ca. tvö ár. Þraukaru ekki með þetta svona þangað til?

Erla sagði...

Vildi bara láta þig vita að ég gægist öðru hvor hingað inn. Þótti skemmtilegra að láta þig vita núna - svo mér líði ekki alveg eins og njósnara!! Vildi að ég gæti hjálpað þér með þessi miklu vandamál en ég er löngu búin að sætta mig við að það vanti tölvugenin í mig. (þetta komment var skrifað undir handleiðslu tölvunarfræðings).
Kv. Erla María

Nafnlaus sagði...

Heiðurinn er að sjálfsögðu minn fröken Gettóhóra, ávallt velkomin. Hvað getur maður sagt. Það er gott að ljósleiðarasamband hafi fengist í hjólhýsið þitt. Sé að tölvu- og fjarskiptaguðirnir hafa verið þér hliðhollari en mér. Svosem ekki að því að spyrja.

Þú færð link fyrir að gefa þig fram. Til að byrja með verður þú Herr Flick. Nema hvað.

Í leiðinni vil ég hvetja aðra njósnara til að gefa sig fram. Allir verða settir í pott sem dregið verður úr þann 1. maí næstkomandi. Vegleg verðlaun í boði.

Auðmjúk kveðja,
Dagskrárstjóri.

Nafnlaus sagði...

Ég þakka heiðurinn hr. dagskrárstjóri og bíð spennt eftir verðlaununum sem vonandi verða mín. kv. Hr. Flick