fimmtudagur, október 12, 2006

Nokkrar nýjar, fyrir mömmu/ömmu gömlu ;)

Fyrst hérna ein afmælismynd af Tönju Kristínu... það fór eitthvað illa fyrir Aðalheiði þarna reyndar :s


Og svo ein síðan á öskudaginn, daman er ekki mikið fyrir að leyfa myndatökur, full snemmt fyrir slíkar kreddur þykir mér reyndar.

Hér er maður að bonda við pabba sinn. Þetta er semsagt ný mynd af óskírðum, ekki ævaforn mynd af Tönju. :)

Afsakið flassleysið hér, en augun voru ekki alveg að samþykkja það.

Hér erum við Ívar að plotta framtíðina, pabbar okkar eru þegar farnir að rífast um hver á að fara fyrstu ferðina að sækja okkur á löggustöðina eftir 15 ár. ;) Niiii, við verðum algjör ljós!

Og hér erum við BabyBorn, hún var ekki alveg jafn skemmtileg og Ívar.

Nú, vonandi dugar þetta í bili. Ég var að sjálfsögðu heila eilífð að "loada" þessu inn á turtletengingunni minni hérna, og tel mig eiga skilin þolinmæðiverðlaun Nóbels fyrir það. Mamma, þú græjar eitthvað svoleiðis. Geri ráð fyrir að búa til aðra síðu fyrir myndir í nánustu framtíð, einhverja hentugri en þessa. Ætli hún verði ekki áfram lögð undir tilgangslaust blaður.

Ég kveð í bili, eins og blóm í eggi með sól í hjarta!

Början.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir myndirnar Birna mín!

Nafnlaus sagði...

Voðalega er þetta sæt lítil rúsínufjölskylda :)

Nafnlaus sagði...

Rosa dúllúr börnin þín :)

Nafnlaus sagði...

Sæl frænka,
og til hjartans hamingju með litla gaurinn! Sé hann og systur hans vonandi áður en þau fermast! Bestu kveðjur frá frænda sem er ekki lengur í sjónvarpinu ;) heldur bara í London,

Reynir Þór.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir það Reynir ;) já við skulum vona að það verði einhver ættarhittingur fyrir þann tíma.... annars finnst mér að fólk ætti að fara að huga að einhverju slíku, svona eins og ættarmóti eða svoleiðis :D