fimmtudagur, maí 25, 2006

Geysp

Nú eru tveir klukkutímar síðan Ungfrú Ísland hófst. Skiptar skoðanir eru um keppnina, sem og allar fegurðarsamkeppnir, og sætir hún m.a. gagnrýni femínista fyrir að bera á borð staðalímyndir fyrir konur sem ómögulegt er að lifa eftir. Þá er það gagnrýnt hvernig hægt sé að keppa í fegurð, hún sé afstæð, og hæfileikinn að spranga um gólf með bros á vör sé falinn í hvaða heilalausa apa sem er. Gott og blessað, ég ætla ekkert að segja um þessi mál, enda tel ég að við höfum því miður stærri fiska að steikja hvað varðar staðalímyndir.

Ég er með aðra gagnrýni á þessa keppni. Hversu FÁRÁNLEGA LEIÐINLEG getur ein keppni verið?? For fuck sake!!! Ég verð bara að taka ofan fyrir þeim sem halda það út að horfa á þennan horbjóð í rúma tvo klukkutíma. Þau skipti sem ég skipti milli stöðva til að sjá hvort eitthvað spennandi væri að ske voru annað hvort auglýsingar, stelpa að þvæla um áhugamálin sín eða stelpa að labba. Það var ekki nóg með að hún væri ekkert að gera annað en að labba, heldur labbaði hún eins hægt og mannskepnunni er mögulegt. Eins og nýborin kerling, vantaði bara sethringinn í eftirdrag. My o my, ég á ekki orð yfir leiðindin. Hvað eruð þið að tala um þátttakendur, ég spyr frekar hvar er heilabaunin í fólkinu sem virkilega hefur gaman að því að horfa á þetta? "A day in the life of a coma patient", það kalla ég sjónvarpsefni!!

Og þegar ég hélt að keppnin gæti ekki orðið mikið leiðinlegri birtist mér Friðrik Ómar, syngjandi "You are so beautiful" af mikilli innlifun. Bara kreist andlitið fær mig til að vilja plokka úr mér augun og henda þeim í frystinn. Nei heyrðu!!! Bwaaaahahahahhaha nú datt Unnur Birna. It suddenly got interesting. Æi greyið. En ég meina, ef einhver kona hefur efni á því að detta, þá hlýtur það að vera hún.

Ohh ég er svo langorð alltaf. Best að ég hætti. Af þessum ástæðum ofantöldum, og engum öðrum, hreinlega skil ég bara ekki hvers vegna fegurðarsamkeppnir eru til. Ennþá síður hvers vegna þeim er sjónvarpað. Ég vildi að þeir hefðu endursýnt þátt um pöddur á RÚV á sama tíma, ég hefði ljáð þeim áhorf mitt.

Góðar stundir.

3 ummæli:

Dagný Rut sagði...

Hápunktur keppninnar var klárlega þegar hún datt! Aumingja stelpan. Fallega fólkið er sumsé mannlegt!

Nafnlaus sagði...

Já, fella Unnar Birnu bjargaði algjörlega keppninni. Okkur sem heima sátum fannst þetta svo fyndið að við horfðum á felluna miklu endursýnda á skjá1+ klukkustund síðar ;)
KV. Sara

Þóra sagði...

Þú varst ekkert að flýta þér að segja mér frá þessu bloggi þínu. Væri bara súr ef ég væri ekki búin að vera veltast úr hlátri hérna. Ágætt svona mitt í leiðindunum við að semja próf úr sjálfstæðisbaráttu Íslendinga.

Haltu bara áfram drósin þín,
þín systir